Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Menningarsaga
Í þessum áfanga eru valin nokkur tímabil og svið til fjölþættrar menningarlegrar könnunar.
Saga á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sögulegum bakgrunni valinna efnisþátta
- sögulegum uppruna og margbreytileika hugmynda í þeim efnisþáttum sem fjallað er um hverju sinni
- sameiginlegum jafnt sem ólíkum þáttum í menningu mannkyns á mismunandi tímabilum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- túlka það sögulega efni sem hann viðar að sér í námi
- vinna ýmist einn eða með öðrum að sameiginlegu markmiði sem tengist sögulegum atburðum
- nýta sér fjölbreytta miðla, bæði til upplýsingaöflunar og upplýsingamiðlunar um söguleg efni
- afla sér upplýsinga á erlendu tungumáli um söguleg málefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tengja atburði og ástand fyrri tíma við ástand og atburði líðandi stundar
- taka afstöðu til málefna byggða á sögulegri þekkingu
- vinna úr margvíslegum sögulegum upplýsingum á gagnrýninn hátt
- skoða atburði líðandi stundar á gagnrýninn hátt með því að skoða tengsl við sögulega atburði og/eða ástand
- geta sett fram á skýran hátt þær upplýsingar sem hann hefur aflað sér um söguleg málefni
Fjölbreytilegt námsmat. Nánar um námsmat í kennsluáætlun.