Að nemendur kynnist og nái tökum á að skapa tónlist með stafrænum búnaði. Nemendur fái innsýn inn í raftónlistarheiminn og geti beitt tækjum eins og fjölrása upptökutæki til að búa til sequensa sem nýtast í tónlist. Læri að nota sampler, sequenser, synthesizer og annan sérhæfðan hugbúnað. Nemendur kynnist ítarlega MIDI staðlinum.
Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 100 feiningum í framhaldsskóla af 1. og 2. þrepi. Þar af þarf nemandi að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, ensku og íslensku á 2. þrepi. Einnig er æskilegt að nemandi hafi stundað tónlistarnám af einhverju tagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stafrænum hljóðvinnslubúnaði.
myndun áhrifahljóða.
generatorum.
Synthesizer.
sértækum tölvuforritum.
MIDI staðlinum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja saman sequensa í tónlist.
blanda inn áhrifahljóðum.
mynda heildstæða tónlist (lög).
nýta hljóðbúta eða „sample“ í tónlistarsköpun og hljóðvinnslu.
skrifa og vinna með MIDI.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skapa lög eða tónlist með tölvubúnaði, hljóðgerflum og tilheyrandi tækjum.
nýta sér MIDI til að skrifa tónlist út í nótnaformi.
viða að sér hljóðbútum og nýta sér við tónlistarsköpun.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.