Nemendur þekki helstu hljóðnemagerðir og geti valið viðeigandi hljóðnema eftir aðstæðum. Geti tekið upp á einfaldan búnað bæði innan og utan stúdíós. Kunni skil á tengingum einstakra tækja við jaðarbúnað. Geti tekið upp hljóð við auðveldar aðstæður. Geti unnið hljóð í fjölrása forriti. Geti beitt helstu effectum í hljóðvinnslu. Geti tekið upp hljóð upp á margar hljóðrásir samtímis.
Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 100 feiningum í framhaldsskóla af 1. og 2. þrepi. Þar af þarf nemandi að hafa lokið að minnsta kosti 10 feiningum í stærðfræði, ensku og íslensku á 2. þrepi. Einnig er æskilegt að nemandi hafi stundað tónlistarnám af einhverju tagi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hljóðnemum.
jaðarbúnaði.
upptökutækjum.
hugbúnaði og vélbúnaði til upptöku.
stafrænni upptöku.
réttu styrkjafnvægi.
flæði merkis í gegn um hljóðbúnað.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka upp hljóð í háum gæðum hvort sem er á hliðrænan eða stafrænan búnað.
tengja mixer, jaðarbúnað og upptökubúnað.
stilla búnað í réttu styrkjafnvægi (gain structure).
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka upp hljóð í miklum gæðum hvort sem um er að ræða hljóðfæri, söng, tal, effecta eða hvað annað sem almenn stúdíóvinna krefst.
stilla upp og tengja hljóðupptökubúnað.
taka upp hljóð á stafrænt eða flaumrænt form.
velja viðeigandi hljóðnema.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.