Nemendur þekki helstu hljóðnemagerðir og geti valið viðeigandi hljóðnema eftir aðstæðum. Geti tekið upp á einfaldan búnað bæði innan og utan stúdíós. Kunni skil á tengingum einstakra tækja við jaðarbúnað. Geti tekið upp hljóð við erfiðar aðstæður. Geti unnið hljóð í fjölrása forriti. Geti beitt helstu effectum í hljóðvinnslu. Geti tekið upp hljóð upp á margar hljóðrásir samtímis. Geti gengið frá hljóði til útgáfu og kunni skil á masteringu fyrir útgáfu.
HUPT1HT06AR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skipulagningu og réttri beitingu hljóðnema.
vali og stillingu jaðarbúnaðar.
upptökutækjum og notkun þeirra.
hugbúnaði og vélbúnaði til upptöku
stafrænni upptöku.
skipulagi og undirbúningi upptöku.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka upp hljóð í háum gæðum hvort sem er á hliðrænan eða stafrænan búnað.
tengja mixer, jaðarbúnað og upptökubúnað.
stilla búnað í réttu styrkjafnvægi. (Gain Structure).
gera tímaáætlun við upptöku á stærri verkefnum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka upp hljóð í miklum gæðum hvort sem um er að ræða hljóðfæri, söng, tal, effecta eða hvað annað sem almenn stúdíóvinna krefst.
útbúa flóknari upptökuleiðir og hlustunarleiðir.
fylgja tímaáætlun og gera ráðstafanir ef hún breytist.
Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.