Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424868973.78

    Upptökutækni hljóðs III
    HUPT3HT03(CR)
    1
    Upptökutækni hljóðs
    Upptökutækni hljóðs
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    CR
    Nemendur læri mismunandi uppstillingar hljóðnema fyrir mismunandi hljóðfæri og tónlistarviðburði. Nemendur læri að meta hvaða hljóðnemar henta best og hvaða tækni skuli beita eftir aðstæðum.
    HUPT2HT07BR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllu er snýr að hljóðnemum, vali og beitingu þeirra.
    • ýtarlegri notkun jaðarbúnaðar til að hámarka hljómgæði.
    • upptökutækjum og öllum kostum og göllum.
    • stjórnun á flóknari verkefnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka upp hljóð í fagmannlegum gæðum hvort sem er á hliðrænan eða stafrænan búnað.
    • tengja mixer, jaðarbúnað og upptökubúnað við flest skilyrði.
    • meta tækjaþörf og kosti mismunandi búnaðar við mismunandi aðstæður.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stilla upp fyrir flóknari upptökuverkefni eins og hóp með klassísk hljóðfæri.
    • hafa vald á mismunandi aðstæðum og mismunandi hljómburði.
    • Tileinka sér verklag sem hæfir hverju sinni.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist að mestu upp á leiðsagnarmati.