Í þessum grunnáfanga í tölvunotkun er farið yfir markvissa notkun á hugbúnaði sem tengist almennri tölvunotkun s.s. töflureiknum, ritvinnslu-, kynningar- og myndvinnsluforritum, hugarkortum o.fl. Áhersla er lögð á að efni áfangans nýtist nemendum við framsetningu efnis í námi og starfi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
markvissri nýtingu ýmissa forrita til framsetningar efnis
nýtingamöguleikum ýmissa forrita í námi og starfi með áherslu á opinn hugbúnað
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja gögn upp í hinum ýmsu forritum s.s. ritgerðarvinnu í ritvinnslu, gögn og línurit í töflureikni og kynningar í glæruforriti
nota ýmis konar opinn hugbúnað til að setja upp kynningar
læra sjálfur á ný forrit
vinna í hóp með aðstoð netsins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði og frumkvæði í markvissri notkun mismunandi forrita til framsetningar efnis
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Verkefnamiðað lokapróf unnið í tölvu.