Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424885380.52

    Afbrigðasálfræði
    SÁLF3AB05
    13
    sálfræði
    afbrigðasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um helstu flokka geðrænna kvilla og afbrigðilega hegðun fólks. Grunnur er lagður að mikilvægum hugtökum sem eru notuð í umræðu um þessi málefni. Einnig er fjallað um sögu geðrænna kvilla og skilgreiningu á afbrigðileika og skoðuð einkenni þeirra, orsakir og meðferð. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andlegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Nemendur kynnast leiðum til að verjast streitu og taka á afleiðingum hennar. Einnig er fjallað um helstu meðferðarúrræði við ýmsum geðröskunum. Nemendur afla sér upplýsinga um geðheilsugæslu og þá meðferð sem er í boði á Íslandi.
    5 feiningar í sálfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flokkun á afbrigðilegri hegðun og geðröskunum
    • helstu hugtökum sem notuð eru í umfjöllun um afbrigðileika og tengsl við kenningar í afbrigðileikasálfræði
    • helstu meðferðarformum innan afbrigðileikasálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran og ábyrgan hátt um geðræn vandkvæði fólks og afla sér gagna um þau
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi á íslensku og erlendu tungumáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á heimildir og upplýsingar um samfélagsleg málefni
    • vinna úr sálfræðilegum gögnum og leggja á þau mat
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    Próf og stutt verkefni sem unnin eru í kennslustundum og heima m.a. tengd ritun og ritgerðarvinnu, sjálfsmat og jafningjamat.