Grunnáfangi í sálfræði ætlaður til að kynna nemendum fræðigreinina sálfræði, eðli hennar sögu, þróun og undirgreinar. Fjallað er um starfssvið sálfræðinga og nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega. Fjallað er sérstaklega um námssálfræði bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga.
Félagsvísindi á fyrst þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu stefnum sálfræðinnar og helstu undirgreinum
starfssviðum sálfræðinga og hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
rannsóknaraðferðum sálfræðinnar í sögulegu samhengi
helstu kenningum um nám og minni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma einfalda tilraun
skrifa rannsóknarskýrslu um niðurstöður úr tilraun eftir nákvæmum leiðbeiningum og viðurkenndum reglum
nota töflureikni til að setja niðurstöður fram á myndrænan hátt
vísa í heimild og setja fram heimildaskrá
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina mögulegar skýringar á hegðun, hugsun og tilfinningum út frá mismunandi stefnum og viðfangsefnum sálfræðinnar
Verkefnamappa (verkefni sem m.a. reyna á leikni og hæfni), próf, rannsóknarvinna (tilraun og skýrsla).