Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424960469.29

    Enska C1 - bókmenntasaga
    ENSK3BM05
    37
    enska
    bókmenntir, málsaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Byggt er á hæfni nemenda sem hafa lokið 10 feiningum á 3. þrepi í ensku. Áfram er unnið að því að gera málnotkun nemenda markvissari og fágaðri. Í þessum áfanga eru lesin mikilvæg verk úr enskri bókmenntasögu, þ.e. skáldsögur, leikrit og kvæði, með það fyrir augum að nemendur geti tekist á við lestur texta frá ólíkum tímabilum. Lesin eru m.a. verk eftir Shakespeare og fleiri höfuðskáld. Áfanginn er breytilegur frá ári til árs en allltaf er fjallað um enska málsögu, uppbyggingu og þróun málsins.
    10 feiningar á 3. þrepi í ensku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun enskrar tungu
    • menningarlegu og sögulegu samhengi valinkunnra bókmennta, t.d. áhrifum Shakespeare á enska tungu
    • bókmenntahugtökum
    • gerð bókmenntaritgerða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna sjálfstætt og geta dregið ályktanir byggðar á textum og heimildum
    • leita eftir upplýsingum í margvíslegum miðlum og kafa dýpra í viðfangsefnið
    • lesa texta sér til fræðslu og ánægju
    • fjalla um valin verk á fræðilegan hátt í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í skapandi og fræðilegum umræðum
    • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt
    • geta flutt vel uppbyggða kynningu eða greinagerð og brugðist við fyrirspurnum
    Próf og verkefni (þar á meðal ritgerðir), munnleg og skrifleg