Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425028946.28

  Lífefnafræði
  EFNA3LB05
  15
  efnafræði
  bygging, efnaferli, lífefni, orkuvinnsluferli
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  AV
  Í áfanganum er farið í grunnatriði lífefnafræði. Ísomerur, anomerur, speglaðar sameindir, andhverfur og hendnar sameindir. D og L sykrur, alfa og beta hringmyndir einsykra, tvísykrur og fjölsykrur af ýmsum gerðum. Fitusýrur, tríglýseríð og ýmsar gerðir himnulípíða, sterar og fleiri lípíð. Fjallað um amínósýrur, byggingu, eiginleika og hliðarkeðjur þeirra. Fjögur byggingarstig prótína og eiginleikar þeirra ásamt ensímum og virkni þeirra. Helstu efnaferli sem eru sameiginleg mörgum frumum, glýkólýsa, sítrónusýruhringur og öndunarkeðja en líka ljóstillífun, beta oxun fitusýra, amínósvipting og þvagefnishringur. Eftirmyndun og umritun kjarnsýra og prótínmyndun. Mikilvægi coensíma og orkugæfra sameinda. Sérstök áhersla er lögð á að tengja saman þekkingu nemanda í ólífrænni og lífrænni efnafræði, frumulíffræði, erfðafræði og næringarfræði sem og tengingu við umhverfi og reynsluheim nemanda.
  EFNA2EL05 eða sambærilegur áfangi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lögun, tengjum og svigrúmablöndun lífrænna sameinda
  • uppbyggingu einsykra, tvísykra, fjölsykra, fitusýra, tríglýseríða, himnulípíða, amínósýra, prótína og kjarnsýra og helstu afbrigðum þessara efnaflokka
  • byggingaskyldleika B vítamína við hjálparensím í efnaferlum
  • helstu atriðum í glýkólýsu, sítrónusýruhring, öndunarkeðju, beta oxun fitusýra, amínósviptingu og þvagefnishring
  • eftirmyndun og umritun kjarnsýra og prótínmyndun í frumum
  • hendni lífrænna sameinda m.a. í tengslum við D og L myndir einsykra og amínósýra
  • ensímum, helstu eiginleikum þeirra og kenningum um virkni ensíma
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota flokkun og nafnakerfi lífrænna efna
  • teikna mismunandi ísomerur eins og rúmísómerur, byggingarísómerur, stereoisomerur og anomerur
  • lesa og fylgja efnaferlum sem eru settir fram með myndum af byggingu sameinda og benda á þá hluta sameindanna sem taka breytingum við hvert efnahvarf
  • þekkja í sundur byggingahluta sem einkenna mismunandi flokka lífefna
  • skoða vatnsleysni sameinda og sameindahluta t.d. í tengslum við byggingu frumuhimnu og virkni hennar
  • miðla upplýsingum til samnemenda með því að nýta sér glærur t.d. með myndum og heitum sameinda
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta byggingahluta sameinda lífefna til að spá fyrir um eiginleika sameinda t.d. vatnsleysni
  • útskýra feril sameinda í gegnum efnaferli og fjalla um afdrif t.d. fæðuefna
  • draga ályktanir um eiginleika frumuhluta og samskipti frumulíffæra
  • nýta fræðilegan texta um starf frumna, bæði á íslensku og ensku
  • útskýra viðfangsefni áfangans með því að nota hugtök af nákvæmni
  • taka þátt í rökræðum er lúta að málefnum sem tengjast efnaferlum í lífverum
  • tengja líffræði og efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.