Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425029517.93

    Inngangur að félagsfræði
    FÉLA2MS05
    24
    félagsfræði
    atvinnulíf, menning, samfélag, stjórnmál
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Fjallað er um sjónarhorn, helstu hugtök og vinnuaðferðir greinarinnar. Skoðuð eru áhrif samfélagsins á aðstæður, hugsun og hegðun einstaklinga og hvernig þeir geta haft áhrif á umhverfi sitt. Fjallað er um þróun mannlegra samfélaga, hnattvæðingu og stöðu Íslands meðal þjóða heims og áhrif iðnvæðingar á íslenskt samfélag. Fjallað er um stjórnskipan íslensks samfélags og áhersla lögð á atvinnulíf og stjórnmál. Lögð er áhersla á að nemandinn verði fær um að taka þátt í samfélagslegum umræðum, lesa fræðilega texta um viðfangsefni áfangans og mynda sér skoðanir á grunni þekkingar og umburðarlyndis gagnvart menningu, trú og skoðunum annarra.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu hugtökum félagsvísinda
    • mótunaröflum einstaklinga
    • margbreytileika samfélaga og þróunarsögu þeirra
    • áhrifum iðnvæðingar á íslenskt samfélag
    • skipulagi íslensks samfélags og Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins
    • réttindum og skyldum einstaklingsins gagnvart samfélaginu
    • hnattvæðingu
    • stöðu Íslands meðal þjóða heims
    • högum fjölskyldunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa félagsfræðilega texta
    • nota félagsfræðileg hugtök til að greina og bera saman aðstæður fólks í mismunandi samfélögum og á mismunandi tímum
    • íhuga og ræða eigin hugmyndir og fordóma
    • fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagsleg málefni líðandi stundar í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta upplýsingar og móta sér skoðanir á samfélagsmálum á upplýstan, gagnrýninn og umburðarlyndan hátt
    • taka þátt í samræðum um samfélagsmál á vitrænan hátt
    • ræða um samfélagsmál af þekkingu og víðsýni
    • deila þekkingu sinni með öðrum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.