Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425031510.14

  Mannkynssaga til 1800
  SAGA2NM05
  28
  saga
  fundur Íslands, hrun Rómaveldis, menning fornaldar, nýöld
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  AV
  Í þessum byrjunaráfanga er sögunni fylgt í tímaröð frá fornöld fram til um 1800. Ýmis efni úr sögu Evrópu og Íslands valin, t.d. menningarheimur miðalda, víkingaöld og landnám Íslands, ný heimsmynd á tímum endurreisnar, vísindabyltingar, landafunda og siðaskipta um 1500. Lögð er áhersla á að nemandinn geti staðsett sig í samhengi sögunnar, sett sig í spor fólks frá ýmsum tímum og sjái tengsl við umhverfi sitt og samhengi á milli tímabila.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu tímaskeiðum mannkynssögunnar, hvað markar upphaf þeirra og endi og hvað einkennir þau
  • helstu hugtökum og atburðum tímabilsins með sérstakri áherslu á Íslandssögu
  • mismunandi menningarheimum
  • undirstöðuatriðum sagnfræði sem fræðigreinar og mismunandi tegundum heimilda
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina meginþætti og álitamál í sögulegri framvindu
  • leita eftir mismunandi sjónarhornum og mynda sér skoðun á sögulegum málefnum
  • leita samhengis og tengsla milli tímabila
  • meta orsakir og afleiðingar í sögunni
  • tengja samtímaatburði við liðna tíma
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sjá sögu Íslands í samhengi við sögu Norðurlanda, Evrópu og heimsins
  • setja sjálfan sig í samhengi sögunnar og í spor fólks á ýmsum tímum
  • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um söguleg efni sem tekin eru fyrir í áfanganum
  • skilja gildi og afstæði sögulegrar frásagnar og skýringa
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.