Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425037472.89

    Viðburðastjórnun, tómstunda- og félagsmálafræði
    UPPE2FF05
    7
    uppeldisfræði
    forvarnir, félagsmál, tæknimál, áætlanagerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfanganum er fjallað um tómstundastarf, félagsmál og viðburði. Lögð er áhersla á að nemandinn kynnist fjölbreyttu starfi sem viðkemur skipulagningu hverskonar viðburða og tómstundastarfs. Kynntar eru helstu gerðir áætlana s.s. fjárhags- og aðgerðaráætlanir ásamt lögum og reglum sem gilda hverju sinni um viðburði og tómstunda- og félagsmálastarf. Nemandinn fær kynningu á tækni sem nýtist við viðburði og skýrslugerð. Með öflugu tómstunda- og félagsmálastarfi er lagður grunnur að menningar- og uppeldishlutverki sem getur skapað tækifæri og þekkingu. Tómstundir og félagsmál þarf að miða við samfélagið og þær breytingar sem verða á því hverju sinni. Gott félagslíf og tómstundir stuðla að forvörnum og því er mikilvægt að miða undirbúning og þátttöku að skemmtun án vímuefna. Í góðu félags-og tómstundastarfi er lagður grunnur að góðu samfélagi, samvinnu, rökhugsun, ábyrgð og víðsýni.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnskipulagi á stjórnun og skipulagi viðburða í tómstundastarfi og félagslífi
    • rannsóknarstarfi á eftirspurn og áhuga viðburða
    • áætlanagerð
    • fjárhagsáætlunum og aðgerðaáætlunum
    • viðburðastjórnun þar sem lög og reglur eru virtar
    • uppbyggilegu tómstundastarfi þar sem forvarnir eru hafðar að leiðarljósi
    • viðburðastjórnun sem skaðar ekki umhverfi og hefur ekki slæm áhrif á samfélagið
    • tækjum og tækni sem þarf til þess að halda viðburð
    • skýrslugerð þar sem mat er lagt á hvernig tókst að framkvæma viðkomandi viðburð
    • samningagerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota skipulag sem byggt hefur verið í kringum viðburði
    • stýra viðburðum í sátt og samlyndi við umhverfið
    • gera áætlanir sem þarf fyrir viðburði
    • skoða hvaða lög og reglur gilda hverju sinni
    • hafa yfirsýn yfir verkefni sem þarf að leysa í félagsmála-og tómstundastarfi
    • vera mótttækilegur fyrir breytingum sem verða í samfélaginu og miða tómstundastarf við það
    • miðla áfram þekkingu sem fengist hefur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja smærri viðburði
    • fá tilskilin leyfi fyrir viðburðum
    • gera samninga og fjárhagsáætlanir eða aðrar áætlanir fyrir viðburði og tómstundastarf
    • vinna úr rannsóknargögnum á tómstundum
    • vera opinn fyrir hugmyndum og nýta sér nýjungar
    • beita grundvallaratriðum forvarna
    • meta eigið vinnuframlag og annarra á gagnrýninn hátt
    • setja fram þekkingu sína í ræðu og riti
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.