Markmið áfangans er að leggja grunn að því að nemandinn geti notað dönsku til samskipta við Dani og aðra Norðurlandabúa sem og lesið sér til gagns um ýmis efni á dönsku. Nemandinn æfir hlustun, tal, lestur og ritun. Læsi er þjálfað með því að lesa fjölbreytta texta. Þá þjálfast nemandinn í að hlusta á talað mál af ýmsum miðlum, tjá sig á dönsku, skriflega og munnlega. Í áfanganum er kynning á sænsku og norsku bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að efla samvinnu milli nemenda. Einnig er lögð áhersla á að nemandinn beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sé meðvitaður um mismunandi aðferðir til að tileinka sér tungumál. Nemandinn fær áfram þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Kennsla fer fram á dönsku að miklu leyti.
DANS2OM05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
dönsku máli, danskri menningu og tengslum Íslands og Danmerkur
helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
skyldleika norðurlandamálanna
helstu hjálpargögnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta á danskt mál og skilja meginmál t.d. í fréttum og í leiknu efni
lesa sér til gagns og ánægju texta um margvísleg málefni
tjá sig skýrt í ræðu og riti um málefni sem hann hefur kynnt sér
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja talað mál í samtali og í fjölmiðlum og átta sig á inntaki þess
skilja inntak ritmáls um almenn og sérhæfð efni sem hann þekkir til eða hefur áhuga á
nýta nýjan orðaforða bæði munnlega og skriflega
nýta dönsku í samskiptum við Dani og að einhverju leyti í samskiptum við aðra Norðurlandabúa
auka meðvitund um eigin færni í tungumálinu og eigin leiðir til að tileinka sér málið
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.