Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425142537.11

    Neytenda- og fjármálalæsi
    LÍFS1FN04
    36
    lífsleikni
    fjármálalæsi, jafnrétti, neytendafræðsla, ábyrg hugsun og hegðun í samskiptum
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AV
    Í þessum áfanga er fjallað um samband nemandans við umhverfið sem hann býr í; fjölskylduna, vinina, afþreyingarmiðla, samfélagsmiðla, skólafélagana, markaðsöflin og nærsamfélagið. Fjallað er um nemandann í nútímasamfélagi, jafnrétti, hvað ber að varast og hvað þarf til að vera virkur samfélagsþegn. Í áfanganum er stefnt að því að nemandinn verði meðvitaður um sig sem neytanda, fjármál sín og áhrif á daglegt líf. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum s.s. leikjum, umræðum og verkefnavinnu er lögð áhersla á að nemandinn verði læs á fjármála- og neytendaumræðu í samfélaginu. Markmið áfangans er að gera nemandann sjálfbjarga í nútímasamfélagi og efla gagnrýna hugsun. Um er að ræða verkefnabundið nám og nemandinn rannsakar viðfangsefni áfangans á gagnrýninn og skapandi hátt.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • neytendahegðun, s.s. mikilvægi fjölskyldu, skóla og vina í félagsmótun
    • helstu fjármálahugtökum
    • áhrifamætti sínum sem neytenda og sem hluti af samanburðarhópi
    • óbeinni markaðssetningu á vörum og þjónustu m.a. í afþreyingarmiðlum
    • áhrifum afþreyingarmiðla á sjálfsmynd og kynhegðun ungs fólks
    • notkun, gildi og áhrif samfélagsmiðla
    • fíknum í ýmsum myndum út frá reynsluheimi unglinga
    • einföldum fjármálum daglegs lífs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun í umræðu um neytendahegðun
    • nota samfélagsmiðla í samskiptum innan hóps á ábyrgan máta
    • skoða óbeina markaðssetningu í afþreyingarefni og beita þeirri þekkingu í skapandi verkefnum
    • halda utan um eigin neyslu og kostnað
    • afla sér fjármálatengdra upplýsinga sem nýtast í daglegu lífi
    • skoða ólíkar birtingamyndir kynhlutverka í miðlum og samfélagi
    • skoða og meta ólíkt gildismat og viðhorf með tilliti til samhengis orsaka og afleiðinga
    • lesa auglýsingar og vera meðvitaður um áhrif markaðsvæðingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • líta gagnrýnum augum á áhrif markaðssetningar og afþreyingamiðla á ungt fólk
    • rökræða birtingarmyndir og umræður um unglinga í samfélaginu
    • meta hvað er við hæfi og hvað ekki í hegðun, framkomu og tjáningu í daglegu lífi
    • fjalla um birtingarmyndir kynjanna og álitamál þeim tengd frá ólíkum sjónarhornum
    • miðla upplýsingum og niðurstöðum með gagnrýninni hugsun og færa rök fyrir skoðunum sínum
    • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og setja sig í spor annarra
    • skilja samhengi tekna og útgjalda
    • lesa í fjármálaumræðu og fjármálatilboð
    • sýna ábyrgð í fjármálum
    • þekkja réttindi og skyldur sem hann hefur þegar komið er út á vinnumarkaðinn
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.