Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425143881.57

  Jóga
  HREY1JÓ01
  2
  Hreyfing
  jóga, liðleiki, slökun, öndun
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  AV
  Í áfanganum er megináhersla lögð á að nemendur fái tilfinningu fyrir áhrifum hreyfingar á líðan sína, andlega og líkamlega. Farið er í gegnum æfingar sem þjálfa upp styrk, jafnvægi, stöðugleika og liðleika. Í jóga eru hreyfingar gerðar í takt við eigin öndunarflæði. Áhersla er lögð á að hver og einn geti tekið þátt í æfingunum á sínum forsendum. Í lok hvers tíma er farið í gegnum æfingar sem róa hugann og endað í slökun. Mikið er lagt upp úr líkamsvitund, einbeitingu og slökun hugans.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi flæðis öndunar í hreyfingum og stöðum
  • hvaða álagsstig hentar best til bætingar á líkamsástandi
  • æskilegum aðferðum til þjálfunar líkamans
  • mikilvægi slökunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • einbeita sér að æfingum tímans og útiloka önnur verkefni sem bíða dagsins
  • fylgja eftir einföldum jógaæfingum í tíma út frá eigin getu
  • tengja saman öndun og hreyfingu í eðlilegt flæði
  • stunda líkams- og heilsurækt
  • stuðla að bættri líkamsbeitingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • draga úr streitu við krefjandi aðstæður með öndunartækni
  • tileinka sér rétta æfingatækni og líkamsbeitingu við jógaþjálfun
  • stunda reglulega, fjölbreytta hreyfingu eftir áhuga
  • stunda líkamsrækt í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.