Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425144052.01

  Boltaleikir í sal
  HREY1BO01
  1
  Hreyfing
  bolti, hreyfing
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  AV
  Í þessum áfanga er farið í boltaíþróttir. Farið er yfir grunnatriði helstu boltaíþrótta og hvernig hægt er að nýta sér boltaíþróttir sem líkamsþjálfun. Einnig er farið í hvernig boltaleikir geta styrkt einstaklinginn sem félagsveru og hvernig styrkleikar hvers og eins nýtast til að búa til góða liðsheild. Í áfanganum er megináhersla lögð á að nemendur fái tilfinningu fyrir áhrifum hreyfingar á líðan sína, andlega og líkamlega. Farið er í gegnum æfingar sem þjálfa upp styrk og þol.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • reglum boltaíþrótta
  • hvernig boltaíþróttir geta nýst einstaklingum sem líkamsþjálfun
  • æskilegum aðferðum til þjálfunar líkamans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stunda fjölbreyttar boltaíþróttir
  • einbeita sér að æfingum tímans
  • stunda líkams- og heilsurækt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda boltaíþróttir sér til heilsubótar
  • taka þátt í boltaíþróttum með leikfræði og reglur að leiðarljósi
  • tileinka sér þætti boltaíþrótta sem snúa að hópsamvinnu og nýta þá í leik og starfi
  • stunda reglulega, fjölbreytta hreyfingu eftir áhuga
  • stunda líkamsrækt í nánasta umhverfi
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.