Nemendur þjálfa sig í notkun fræðilegan orðaforða. Þeir velja sér efni sem tengist grein á viðkomandi námsbraut og sem þeir hafa sérstakan áhuga á og sem þeir stefna mögulega á í framhaldsnámi, í hugvísindum eða náttúruvísindum, og einbeita sér að henni. Mikil áhersla er lögð á að velja og vinna úr fræðilegum heimildum. Samhliða þessari vinnu eru lesin bresk bókmenntaverk og verkefni unnin í tengslum við það. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur öðlist færni í að greina mismunandi tímabil bókmenntasögunnar út frá þeim verkum sem lesin eru. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og því er áherslumunur á áfanganum á milli brauta.
ENSK2AO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem gerir honum kleift að skilja fræðilega texta
aðalþáttum í uppbyggingu ritgerða
að velja sér fræðilegar heimildir til ritunar rannsóknarritgerða
undirstöðu heimildavinnu
helstu aðferðum til að skipuleggja og skrifa langa fræðilega ritgerð á ensku
fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi og í tengslum við sérhæfingu
sérhæfðri þekkingu sem nýtist í starfi og til undirbúnings fyrir frekara nám
orðaforða og eðli erlends tungumáls sem nýtist til frekara náms og í tengslum við sérhæfingu eftir því sem þörf er á
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér orðaforða sem tengist ákveðnu fræðisviði
afla sér heimilda og vinna úr þeim á gagnrýninn hátt
vinna eftir skipulögðu ferli við gerð heimildaritgerða
halda kynningu á verkefnum sínum á ensku fyrir hóp áheyrenda
tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæfða þekkingu sína
skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og aðferðum sérþekkingar á ábyrgan hátt
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að leita lausna innan viðkomandi sérsviðs
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fylgja öllum reglum um gerð fræðilegra ritgerða, s.s. nýtingu heimilda og fjalla um þær á gagnrýninn hátt
setja fram gagnrýna skoðun á völdu efni
nýta sér orðaforða sem tengist námsefni í greininni
skrifa lipra ritgerð
gera grein fyrir efni rannsóknarritgerðar í kynningu fyrir hlustendur sem eru ekki kunnugir efninu
tjá sig á ensku í tengslum við nám sitt, störf og hugsanlegt frekara nám
axla ábyrgð gagnvart starfsumhverfi og hagnýtingu almennrar þekkingar sinnar
nýta þekkingu sína til að greina ný tækifæri í umhverfinu
meta eigið vinnuframlag
sjá menntun sína á alþjóðlegu samhengi
tengja þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá