Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425291629.08

    Þemaverkefni, ritun og tjáning
    ENSK3TE05
    47
    enska
    Þemaverkefni í tengslum við frekara nám á háskólastigi, þjálfun í ritun og tjáningu á ensku
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að nemendur vinni kerfisbundið að undirbúningi fyrirhugaðs náms á háskólastigi. Gert er ráð fyrir að nemendur velji sér námsgrein þá, er mestar líkur eru á að þeir, hver og einn, muni nema á háskólastigi og vinni markvisst með fagið í gegnum áfangann. Nemendur vinna með þá tækni og þau vinnubrögð sem kennd hafa verið í fyrri áföngum og það er ætlast til að þeir skili verkefnum af ýmsu tagi í tengslum við umfjöllunarefnið; þá vinna þeir með rannsóknir og greinar sem tengjast faginu, tileinka sér orðaforða innan fagsins þannig að þeir verði færir um að fræða aðra um fagið í ræðu og riti. Einnig er unnið með bókmenntaverk sem tengjast ákveðnum málsvæðum og/eða sögulegum viðburðum í sögu enskunnar. Í tengslum við bókmenntalið áfangans er lögð áhersla á að nemendur vinni sérstaklega með ritun og tjáningu. Áfanginn er sniðinn sérstaklega að hverri braut skólans og því er áherslumunur á áfanganum á milli brauta.
    ENSK3SD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim verkferlum sem nauðsynlegir eru til þess að öðlast sérþekkingu í ákveðnu fagi
    • fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi og í tengslum við sérhæfingu
    • sérhæfðri þekkingu sem nýtist í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám
    • þekkingu sem tengist því að vera virkur og ábyrgur borgari í samfélagi sérhæfingar
    • orðaforða og þekkingu í ensku sem nýtist til frekara náms eða í tengslum við sérhæfingu, krefjist hún þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera kennsl á og nýta sér sérþekkingu er tengist áhugasviði og/eða hverju því viðfangsefni sem hann kýs að vinna með
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt á ensku um sérhæfða þekkingu sína
    • skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og aðferðum sérhæfingar á ábyrgan hátt
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að leita lausna innan sérhæfingar
    • taka ábyrgan þátt í samræðum um sérhæfða þekkingu sína
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt
    • tjá sig á ensku, sé þess krafist í starfi eða vegna frekara náms
    • beita siðferðilegri ábyrgð í skapandi starfi
    • nýti þekkingu sína til að greina ný tækifæri í umhverfinu
    • takast á við frekara nám
    Námsmat er útfært í kennsluáætlum í samræmi við skólanámskrá