Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425292054.23

    Bókmenntir, leikrit, ljóð, kvikmyndir/Samþættingaráfangi
    ENSK3LL05
    45
    enska
    Bókmenntir, leikrit, ljóð og kvikmyndir á ensku annars vegar og hins vegar samþætting við aðra áfanga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er tvíþætt; annars vegar að fara yfir bókmenntaverk, bókmenntasögu, leikrit, ljóð og kvikmyndir á enskri tungu og er umfjöllunarefnið sniðið eftir þörfum hverju sinni, og hins vegar er samþætting við aðra áfanga þar sem nemendur vinna að verkefnum í öðrum áföngum, á ensku. Nemendur vinna þá verkefni sín undir leiðsögn bæði kennara þeirrar greinar sem um er að ræða, og enskukennara. Samþættingarverkefnin eru krefjandi, fagleg verkefni sem hafa það að beinu markmiði að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi. Þema áfangans er ákvarðað af kennara og eru tekin fyrir klassísk bókmenntaverk ásamt leikritum, ljóðum og kvikmyndafræðilegum ígrundunum. Hér gefst kostur á að kynnast ýmsu, allt frá klassískum rithöfundum eins og Shakespeare og Dickens, til ljóðrænna stórskálda og hornsteina kvikmyndasögunnar.
    ENSK3TE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi og í tengslum við sérhæfingu
    • sérhæfðri þekkingu sem nýtist í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám
    • þekkingu sem tengist því að vera virkur og ábyrgur borgari í samfélagi sérhæfingar
    • orðaforða og þekkingu á ensku, sem nýtist til frekara náms eða í tengslum við sérhæfingu, krefjist hún þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera kennsl á og nýta sér sérhæfingu sem tengist áhugasviði og/eða hverju því viðfangsefni sem hann kýs að vinna með
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt á ensku um sérhæfða þekkingu sína
    • skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og aðferðum sérhæfingar á ábyrgan hátt
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að leita lausna innan sérhæfingar
    • taka ábyrgan þátt í samræðum um sérhæfða þekkingu sína
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt
    • tjá sig á ensku, sé þess krafist í starfi eða vegna frekara náms
    • beita siðferðilegri ábyrgð í skapandi starfi
    • nýta þekkingu sína til að greina ný tækifæri í umhverfinu
    • takast á við frekara nám
    Námsmat er útfært í kennsluáætlum í samræmi við skólanámskrá