Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425293655.63

    Félagsfræði: stjórnmálafræði
    FÉLA3ST05
    23
    félagsfræði
    stjórnmálafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur er kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Kynnt eru helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal, hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt eru helstu pólitísk alþjóðasamtök. Fjallað er um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat. Loks er fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.
    FÉLA2KR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
    • helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar: Þjóðernisstefna, stjórnkerfi, vald, fullveldi, mannréttindi og lýðræði
    • helstu hugmyndakerfum stjórnmálanna (róttækni, frjálslyndi, íhaldsstefnu, afturhaldsstefnu, stjórnleysisstefnu og femínisma)
    • hvernig stjórnkerfum og stjórnmálastefnum er ætlað að leysa samfélagsleg viðfangsefni
    • íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála
    • alþjóðastjórnmálum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni hér á landi og erlendis
    • greina á milli og meta ólíkar kenningar um stjórnkerfi og hugmyndastefnur
    • afla upplýsinga sem tengjast íslenskum stjórnmálaflokkum, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • fjalla um og bera saman kenningar
    • ræða um viðfangsefni stjórnmála
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra hvernig stjórnmál hafa áhrif á líf hans og aðstæður
    • mynda sér skoðanir á rökstuddan, meðvitaðan og gagnrýninn hátt
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    • taka þátt í rökræðum um samfélagsleg álitamál er tengjast stjórnmálum
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
    • finna og notað upplýsingar um stjórnmál hér á landi og erlendis
    • bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
    • komast að sameiginlegri niðurstöðu í deilumálum við þann sem deilt er
    • taka virkan þátt í borgaralegu samfélagi
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.