Nemendur fá innsýn í helstu grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og tengsl þeirra.
Í áfanganum er einnig fjallað um gildi fjármála fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið með því að skoða ábyrgð á sviði fjármála, eðli kapítalísks markaðshagkerfis, eðli peninga, fjármálastofnanir, tekjur, útgjöld, sparnað, lánamál og fleira.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum hagfræðinnar
hvernig hlutverki hins opinbera er háttað
mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir hagkerfi eins og það íslenska
gengi gjaldmiðla og áhrif gengis á viðskipti í víðum skilningi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja fréttir um hagfræðileg málefni
afla sér upplýsinga um hagfræðileg málefni
reikna og túlka hagstærðir eins og verðbólgu, vexti, hagvöxt og fleira
gera sitt eigið skattframtal
fara með peninga í samræmi við eigin markmið í lífinu
greina fjármálahugtök
geta tekið skynsamlegar ákvarðanir um lán og sparnað
temja sér persónuþróun á sviði fjármála
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum um hagfræðileg málefni
taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál
gera sér grein fyrir hvernig hagkerfi starfar og helstu verkefnum sem aðilar hagkerfisins takast á við
vera læs á samfélagið og helstu stoðir hagkerfisins
afla sér frekari þekkingar um fjármál og geta nýtt sér upplýsingatækni og Netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna sem tengjast fjármálaviðfangsefnum
Leiðsagnarmat. Ýmis einstaklingsverkefni verða gerð ásamt hópverkefnum og ekkert lokapróf, en lokaverkefni kemur í stað lokaprófs.