Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425304866.24

  Maðurinn, auðlindirnar og umhverfið
  LAND2AU05
  2
  landafræði
  Maðurinn, auðlindirnar og umhverfið
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Fjallað er um grunnhugtök lýðfræðinnar, íbúasamsetningu mismunandi þjóðfélagsgerða og vandamál sem tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og hverjar eru orsakir og afleiðingar fólksflutninga. Einnig er fjallað um gerð og byggingu jarðarinnar og þau öfl sem móta landið. Áhersla er lögð á verkefnavinnu. Nemendur munu vinna nokkur sérhæfð en fjölbreytt verkefni sem krefjast upplýsingaöflunar með margs konar miðlum úr fjölbreyttum heimildum.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sérstöðu landafræðinnar sem þverfaglegrar vísindagreinar
  • megindráttum náttúrufars annars vegar og nýtingu mannsins á náttúrunni hins vegar
  • samspili nýtingar mannsins á auðlindum og þróun umhverfis
  • helstu staðreyndum er varða Jörðina og þekki til einkenna mismunandi heimsálfa, svæða og landa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • átta sig á staðháttum, ógnunum og tækifærum mismunandi svæða
  • leggja sitt af mörkum til að leysa þau vandamál sem heimurinn stendur frami fyrir varðandi umhverfis og auðlindamál
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera meðvitaður um umhverfi sitt og sinn þátt í hagnýtingu og viðhaldi náttúrunnar
  • átta sig á að Jörðin er vistkerfi þar sem aðstæður eins hafa áhrif á afkomu annarra, hvort sem litið er til viðskipta, mengunar eða nýtingar náttúruauðlinda
  Annareinkunn og lokapróf