Vistfræði með áherslu á umhverfi nemenda í víðu samhengi
Samþykkt af skóla
1
4
Markmið áfangans er að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt og ábyrga samfélagsþegna m.t.t. sjálfbærni. Fjallað er m.a. um grunnhugtök vistfræðinnar, hringrásir orku og efna í vistkerfum jarðar, fólksfjölgun og önnur vandamál sem herja á jörðina, og ennfremur leiðir til úrbóta.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vísindalegum vinnubrögðum
grunnhugtökum vistfræðinnar
hringrásum orku og efna í vistkerfum jarðar
fólksfjölgunarvandamálum heimsins
áhrifum mannsins á umhverfi sitt
þjónustu vistkerfa
leiðum til sjálfbærs umhverfis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
flokka heimilissorp til endurvinnslu
þekkja lífríki nærumhverfis síns
framkvæma einfaldar rannsóknir með vísindalegum vinnubrögðum
skrifa skýrslur og túlka niðurstöður rannsókna
lesa vísindagreinar og fræðibækur og nýta upplýsingatækni sér til gagns
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa yfir orðaforða og skilningi til að taka þátt í almennri umræðu um umhverfi sitt
geta myndað sér skoðun á virði vistkerfa og verndun þeirra
yfirfært þessa vísindalegu þekkingu og leikni á aðrar námsgreinar