Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425306907.81

  Líffræði mannsins
  LÍFF2LM05
  24
  líffræði
  Líffræði mannsins, efnaskipti og líffærakerfi, frumur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað er um frumur, líffæri þeirra og starfsemi og mun milli plöntu– og dýrafrumna. Farið er í hvernig frumur mynda vefi mannslíkamans, hvernig vefir mynda líffæri og raðast í líffærakerfi. Fjallað er um helstu líffærakerfi mannsins og starfsemi þeirra.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vísindalegum vinnubrögðum
  • byggingu og starfsemi frumna, vefja, líffæra og líffærakerfa mannsins
  • samvinnu mismunandi líffærakerfa
  • hvernig viðhalda megi samvægi líkamans
  • helstu sjúkdómum sem herja á líkamann
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skoða smásjársýni og vinna sýni til smásjárskoðunar
  • framkvæma einfaldar rannsóknir með vísindalegum vinnubrögðum
  • skrifa skýrslur og túlka niðurstöður rannsókna
  • lesa vísindagreinar og fræðibækur og nýta upplýsingatækni sér til gagns
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • búa yfir orðaforða og skilningi til að taka þátt í almennri umræðu um mannslíkamann
  • átta sig á mikilvægi samvinnu ólíkra líffærakerfa til að viðhalda samvægi líkamans
  • mynda sér skoðun á mikilvægi heilbrigðs lífernis.
  • yfirfæra þessa vísindalegu þekkingu og leikni á aðrar námsgreinar
  Verkefni, skýrslur og próf.