Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425324388.18

    Ferilmöppur
    FEMP2FH05
    1
    Ferilmöppur, hugmyndavinna, portfolio
    Ferilmöppur, hugmyndavinna, portfolio
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur nái valdi á skapandi leiðum til að vinna með hugmyndir sínar á sjálfstæðan hátt í ferilbók. Þeir kynnast margvíslegum aðferðum og tækni til að skapa og þróa hugmyndir og þurfa að vera færir um sjálfstæða upplýsingaöflun. Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og eru nemendum falin verkefni til úrlausna og í framhaldi skoðaðir mismunandi möguleikar í úrvinnslu og framsetningu. Í tengslum við þessa vinnu læra nemendur aðferðir við að skrásetja verkefni sín. Því er þjálfun í að ígrunda hugmyndir sínar, skrásetja og skrifa persónulegar greinargerðir þar sem fram kemur afstaða þeirra til hugmynda og verka fagsins nauðsynleg. Þannig eru nemendur markvisst að vinna að framsetningu og kynningu (portfolio) um sjálfan sig og eigin vinnu vegna umsóknar um skóla eða vinnu.
    10 fein. á öðru þrepi úr listnámskjarna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi hugmyndaferlum og textagerð í tengslum við listnám og listsköpun
    • mikilvægi þess að kynna sér nýjungar í gegnum upplýsingamiðla, handbækur og fagtímarit
    • möguleikum framhaldsnáms/listnáms
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér hefðbundnar og óhefðbundar vinnuaðferðir við hugmyndavinnu s.s. hugmyndasöfnun, skissuvinnu á blað og í tölvu
    • skrásetja verkefni sín með ljósmyndum og meðfylgjandi upplýsingum til að nýta sér í umsókn/möppu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýnan hátt um eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • meta listrænan styrk sinn, prófa og rannsaka eigin verk út frá gildi þeirra
    • þróa hugmyndavinnu sína sjálfstætt og setja fram á eigin listrænu forsendum
    • túlka hugmyndir og menningarlegt umhverfi sitt og gera því skil í umræðum, skriflega eða í verki
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.