Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425375500.82

    Frumu – og þroskunarfræði
    LÍFF3FÞ05
    16
    líffræði
    Frumulíffræði, kynfræðsla, æxlun og þroskun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið er dýpra í dýrafrumur en gert var í áfanganum LÍFF2LM05. Fjallað er m.a. um frumuskiptingar og tengingu við krabbamein, æxlunarfæri karla og kvenna og starfsemi þeirra. Farið er í helstu kynsjúkdóma og varnir gegn þeim, æxlun, fósturþroskun, fæðingu og þroskun eftir fæðingu.
    LÍFF2LM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vísindalegum vinnubrögðum
    • byggingu, starfsemi og skiptingu dýrafrumna
    • myndun krabbameina
    • helstu kynsjúkdómum, smitleiðum og vörnum gegn þeim
    • byggingu æxlunarfæra mannsins
    • myndun okfrumu og fósturþroskun í grófum dráttum
    • ferlum barnsfæðingar í grófum dráttum
    • þroskun mannslíkamans frá fæðingu til dauða í grófum dráttum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða smásjársýni
    • framkvæma einfaldar rannsóknir með vísindalegum vinnubrögðum
    • skrifa skýrslur og túlka niðurstöður rannsókna
    • lesa vísindagreinar og fræðibækur og nýta upplýsingatækni sér til gagns
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla með viðeigandi orðaforða og skilningi um þetta mikilvæga málefni sem alla varðar
    • taka upplýstar ákvarðanir varðandi kynlíf og barnseignir
    • mynda sér skoðun á mikilvægi heilbrigðs kynlífs
    • yfirfæra þessa vísindalegu þekkingu og leikni á aðrar námsgreinar
    Verkefni, skýrslur og próf