Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425376729.3

    Lífsleikni og samfélag
    LÍFS1ES01
    41
    lífsleikni
    einstaklingur, framtíð, félagsþroski, samfélag, samskipti, sjálfstraust, virðing, ábyrgð
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni felst í samræðunni við okkur sjálf og umhverfi okkar þar sem rými er skapað til þess að dýpka þann skilning. Lífsleikni byggir á óhefðbundnum kennsluaðferðum og felur í sér námsþætti sem stuðla að því gera okkur mennskari og hæfileikaríkari til að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Viðfangsefni lífsleikninnar eru breytileg en geta tekið mið af eftirfarandi: sjálfsmynd og samskiptum, tilfinningum og tilfinningagreind, skapandi hugsun og leikrænni tjáningu, menningu og listum, lýðræði og stjórnkerfi, mannréttindum og siðfræði, náttúru og umhverfi, auðlindum jarðar og skiptingu lífsgæða svo nokkuð sé nefnt.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjálfstæðum vinnubrögðum, í umræðum, einstaklings- hópa- og paravinnu þar sem þeir takast á við ýmiskonar spurningar sem efla almennan þroska þeirra, samkennd og víðsýni, ábyrgð og sjálfstæði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nemendur styrki sjálfsmynd sína og verði færari um að taka ábyrgð á eigin lífi
    • nemendur öðlist aukin skilning á því samfélagi sem þeir lifa og starfa í og læri leiðir til að verða virkari og ábyrgari samfélagsþegnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nemendur geti tjáð sig munnlega og skriflega um viðfangsefni sín og staðið fyrir máli sínu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun.