Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425379657.64

    Mengi og margliður
    STÆR2MB05
    61
    stærðfræði
    Mengi, annars stigs jöfnur, brot, margliður og hnitarúmfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginviðfangsefnin eru mengi, brot, annars stigs jöfnur/ójöfnur, margliður og hnitarúmfræði. Einnig nýting á forritinu GeoGebra. Efnisatriði eru: mengjareikningur, talnareikningur, bókstafareikningur, annars stigs jöfnur/ójöfnur, veldi/rætur, margliður og hnitarúmfræði
    STÆR2AR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu mengjahugtökum, talnamengjum og mengjaaðgerðum og ritun mengja
    • frumtölum og brotareikningi
    • annars stigs jöfnum, algildisjöfnum og ójöfnum
    • heilum/brotnum veldum og rótum
    • deilingu margliða, þáttun margliða, að finna núllstöðvar og formerki margliða
    • gröfum í hnitakerfi svo sem línu og fleygboga og að finna skurðpunkta þeirra
    • gröfum ójafna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mengjaaðgerðum
    • reikna með almennum brotum, skrifa texta verkefnis sem jöfnu eða jöfnuhneppi, leysa fyrsta og annars stigs jöfnur
    • beita veldareglum
    • beita margliðudeilingu, þáttun margliða og að lýsa formerki margliða
    • handteikna línur og fleygboga í hnitakerfi
    • finna skurðpunkta ferla með algebrulausnum
    • nýta reiknivélar til fulls
    • nýta forritið GeoGebra til að teikna og skýra stærðfræðileg fyrirbæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    Nokkrar formlegar kannanir á önn eru grunnur að símati. Lokapróf.