Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425383180.66

  Þrek
  HREY1AH01
  4
  Hreyfing
  almenn líkams og heilsurækt, hreyfing í líkamsræktarsal
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  AV
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn fái tilfinningu fyrir áhrifum hreyfingar á líðan sína, andlega og líkamlega og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Í áfanganum er fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Fjallað er um líkamsbeitingu við styrktarþjálfun og mikilvægi styrks fyrir stoðkerfi líkamans, ásamt fjölbreyttum þjálfunaraðferðum. Farið er yfir mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar fyrir líkamann og áhrif liðleikaæfinga á vöðva og liðamót. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem þjálfa alla þætti grunnþjálfunar og læra aðferðir til að meta eigin líkamsþrek.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • umgengni í líkamsræktarsal
  • líkamsbeitingu við dagleg störf
  • mikilvægi upphitunar og liðleikaþjálfunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þoli, uppbyggingu þess og mismunandi þolþjálfun
  • vinna í líkamsræktarsal án kennara eða þjálfara
  • taka þátt í almennri og sérhæfðri upphitun
  • taka þátt í markvissri og sérhæfðri þolþjálfun íþróttagreina
  • mæla þol, styrk og liðleika
  • taka þátt í hreyfingu og æfingum sem stuðla að bættri líkamsbeitingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja æfingaáætlun og vinna eftir henni í líkamsræktarsal
  • skipuleggja þjálfun fyrir sjálfan sig hvort heldur þol- eða styrktarþjálfun
  • rækta líkama sinn sjálfum sér til heilsubótar og ánægju
  • meta eigið þol, styrk og liðleika
  • afla sér einfaldra og hagnýtra upplýsinga um líkamsrækt
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.