Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425386976.65

    Stafræn miðlun
    MARG2SM05
    3
    margmiðlun
    hljóð, ljósmyndn, stafræn vinnsla, videó
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður unnið með fjölbreyttan hugbúnað og veflausnir sem tengjast m.a. rafbókargerð, vefhönnun, myndvinnslu í Photoshop, myndbandsgerð og stafrænni miðlun efnis á fjölbreyttan hátt. Áfanginn er verkefnaáfangi þar sem lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, þjálfun í miðlun og framsetningu eigin efnis og verða efnistök af ýmsum toga.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stafrænni miðlun
    • myndbandsgerð
    • myndvinnslu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með myndir og skila þeim frá sér á stafrænu formi
    • vinna með og klippa myndbönd og skila frá sér á tölvutæku form
    • nýta sér forrit á netinu til að skila frá sér texta á stafrænu formi
    • nýta sér forrit á netinu til að hanna vefsíðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka upp, leikstýra og klippa myndband og útbúa það fyrir bæði vefsíður og til sýningar
    • skipuleggja og hanna vefsíðu og skipta henni í svæði og undirsíður
    • breyta, sameina og útbúa myndir fyrir vefsíður og til prentunar
    • setja upp rafbók sem hægt er að lesa á spjaldtölvum, bæði fyrir Android og IOS stýrikerfi
    • fullvinna verk með viðeigandi hætti til prentunar eða skjásýninga
    Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum yfir önnina. Ekkert lokapróf er í áfanganum.