Í áfanganum er farið í flokkun örvera og helstu örveruhópar kynntir fyrir nemendum. Fjallað er ítarlega um bakteríur og veirur en einnig er farið í heilkjarna örverur (sveppi og frumverur) og sýkjandi agnir (príon og veirunga). Auk þess sem fjallað er um hvern hóp fyrir sig er farið er í örveruvistfræði, samlífisörverur og hagnýta örverufræði.
Nemendur þurfa að hafa lokið námi á 2. þrepi í efnafræði (5 feiningar) og líffræði (5 feiningar).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í flokkun örvera
einkennum og lifnaðarháttum helstu flokka örvera
samspili örvera við aðrar lífverur og ólífrænt umhverfi
hvernig örverur nýtast manninum til ýmissa hluta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma verklegar æfingar í örverufræði með leiðsögn
reikna út vöxt og stofnstærð í bakteríuræktum
reikna út fjölda baktería í umhverfissýnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka niðurstöður úr verklegum æfingum
taka upplýsta afstöðu í umræðum um málefni tengd áfanganum
yfirfæra bóklega þekkingu um örverufræði yfir á fyrirbæri í daglegu lífi
Skýrslur og skilaverkefni úr verklegum æfingum. Hlutapróf sem nemendur leysa í kennslustund. Lokapróf.