Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425556459.2

    Náms- og starfsfræðsla
    NÁSS1NN03
    3
    Náms- og starfsfræðsla
    Náms- og starfsfræðsla, námsaðferðir og nýnemafræðsla
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum verður námsskipulag og almenn starfsemi skólans kynnt s.s. námsleiðir, umsjón, þjónusta og stoðkerfi. Nemendur læra að átta sig á eigin námsaðferðum og hvað sé vænlegt til árangurs fyrir hvern og einn. Nemendur skoða eigin áhugasvið og styrkleika og taka áhugasviðskönnun. Nemendur kynnist námi og störfum í gegnum upplýsingaöflun, læra að gera ferilskrá og sækja um störf.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • námsleiðum skólans
    • árangursríkum námsaðferðum
    • eigin styrkleikum og áhugasviðum
    • markmiðssetningu og ákvarðanatöku sem tengjast vali á námi og störfum
    • ýmsum leiðum í náms- og starfsvali
    • kynbundnu náms- og starfsvali
    • hefðbundnum og rafrænum upplýsingasíðum
    • margmiðlunartækni í náms- og starfsvali
    • uppbyggingu ferilskráa og náms- og starfsumsókna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér árangursríkar námsaðferðir
    • skilja eigin áhugasvið og styrkleika
    • setja sér markmið út frá styrkleikum og áhugasviði
    • afla sér upplýsinga um námsframboð og geta valið nám við hæfi
    • afla sér upplýsinga um störf í nærumhverfi
    • nota upplýsingartækni og hjálpargögn í leit að námi og starfi
    • gera ferilskrá og sækja um nám eða starf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota skipulögð vinnubrögð í námi
    • vera ábyrgur í náms- og starfsvali út frá styrkleikum og áhugasviði
    • nýta upplýsingarveitur um nám og störf á veraldarvefnum
    • sækja um nám og störf
    Skal vera leiðsagnarmat, sjálfs- og jafningjamat.