Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425570120.98

  Sjónlist 2
  SJLI1MH05
  3
  Sjónlist
  formfræði, hönnun, litafræði, myndbygging
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Nemendur gera verkefni til að þjálfa hæfni sína og skilning í formfræði og litafræði. Í formfræði kanna þeir lögmál klassískrar myndbyggingar og hugtök á borð við frumform, jafnvægi, spennu, endurtekningu, hlutbundin og óhlutbundin form, mynstur og merkingu. Í litafræði rannsaka nemendur efnis- og ljósblöndun lita, heita liti og kalda, andstæðuliti, sálræn áhrif lita, merkingu þeirra og fleira. Lögð er áhersla á að nemendur kanni áhrif lita, forma og myndbyggingar í myndlist og hvernig þeir geta nýtt sér þekkingu sína og þjálfun á ólíkum sviðum lista og hönnunar.
  SJLI1TE05 (SJL1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hlutbundnum formum og óhlutbundnum.
  • klassískum lögmálum myndbyggingar.
  • hugtökum eins og jafnvægi, spennu, endurtekningu og rytma í myndbyggingu og formfræði.
  • litablöndun og muninum á ljósblöndun og efnisblöndun lita.
  • sálrænum áhrifum lita.
  • hlutverki lita- og formfræði í allri listsköpun.
  • litahringnum; frumlitum, annars stigs litum, andstæðulitum og heitum og köldum litum.
  • litakerfum tölva og litaprentun.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • byggja upp mynd með aðferðum klassískrar myndbygginar.
  • raða saman formum m.t.t. myndbyggingar og sálrænna áhrifa af samspili þeirra í myndfletinum.
  • blanda liti með efnisblöndun á markvissan hátt.
  • velja liti í markvissum tilgangi.
  • breyta mettun og birtustigi lita í tölvum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna markvisst með liti og form við gerð eigin myndverka. Námsmat: verkefnamat.
  • miðla sértækri merkingu með þekkingu sinni í lita- og formfræði. Námsmat: verkefnamat.
  • greina sjónræna merkingu með tilliti til lita- og fromfræði á ýmsum sviðum lista og hönnunar. Námsmat: verkefnamat.
  • tjá sig um litanotkun, myndbyggingu og formfræði í eigin verkum og annarra. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
  Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.