Markmið áfangans er að nemandinn kynnist aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunar og fái tækifæri til vinna með eigin hugarsmíð. Farið er í gegnum ferli sem byggir á að vinna á skapandi hátt hugmyndavinnu þar sem skilgreind er þörf, unnið að lausnum og stefnt að afurð. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að hugsa um marga þætti samtímis og að vinna að einni heild. Áfanginn byggir annars vegar á styttri æfingum, þar sem teknir verða fyrir og rannsakaðir afmarkaðir þættir, og hins vegar á stærri verkefnum sem lögð eru fram í tvívíðu og þrívíðu formi. Vinnuferlið frá hugmynd til verks verður þjálfað með áherslu á skapandi vinnubrögð í skissum og margs konar hönnun og líkanagerð með ýmsum efnum. Nemandinn kynnir verkefni sín og rökstyður lausnirnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtakinu nýsköpun
mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins
aðferðafræði og vinnuaðferðum nýsköpunar
ferli þar sem skilgreind er þörf, unnið að lausnum og stefnt að afurð
gildi hugmyndavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina hugmyndir sem falla undir nýsköpun
vinna með sínar eigin hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd
hugsa um marga þætti samtímis og að vinna að einni heild
vinna í hóp að sameiginlegu markmiði
velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til viðfangsefnis
kynna hugmynd sína og rökstyðja gildi hennar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þróa eigin hugarsmíð með ýmsum aðferðum og leysa þau vandamál sem koma upp í ferlinu
skilgreina þörf og vinna að lausn frá hugmynd til afurðar
koma hugmynd sinni á framfæri með skissum og líkönum úr mismunandi efnum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.