Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425651223.17

    Stjórnun
    STJR3IS05
    1
    Stjórnun
    Inngangur að stjórnun, samfélagsleg ábyrgð, viðskiptasiðferði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun, viðskiptasiðferði og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum eru kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða meðal annars að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi.
    10 feiningar í viðskiptagreinum á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun stjórnunar sem fræðigreinar
    • helstu stjórnunarkenningum og hlutverkum stjórnandans
    • mikilvægi stjórnunar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið
    • helstu undirgreinum stjórnunar
    • viðskiptasiðferði og samfélagslegri ábyrgð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum stjórnunar við verkefnavinnu
    • stjórna fundum
    • gera starfsferilsskrá
    • setja sér markmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina mismunandi einkenni stjórnenda
    • taka þátt í umræðum um stjórnunarleg viðfangsefni
    • beita tækjum og tólum stjórnunar við lausn verkefna
    • vinna raunhæf verkefni um stjórnendur í atvinnulífinu
    Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.