Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Sat, 07 Mar 2015 13:07:37 GMT

    Faggreinaenska
    ENSK3FA05
    41
    enska
    fagorðaforði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Meginmarkmið áfangans er að auka og auðga orðaforða, efla skilning á grundvallarhugtökum ýmissa fræðasviða, þjálfa nemendur í lestri faglegra texta og að nýta sér sérhæfðan orðaforða, t.d. við gerð skýrslna, útdrátta og kynninga. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt með fjölbreytt efni og hafi val um margvísleg verkefni, t.d. innan tiltekinna fræðigreina.
    ENSK3HR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi á ýmsum sviðum.
    • hefðum, sem eiga við, um talað og ritað mál á viðeigandi fræðasviði og í þeim löndum þar sem enska er töluð.
    • orðaforða, uppruna hans, málstofnum, orðmyndun og öðru sem gerir nemanda kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi tengdu viðeigandi fræðasviði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja sérhæfða texta á ensku.
    • lesa sér til gagns fræðilega og krefjandi texta og vinna með þá, t.d. finna kjarna máls, rökfærslu og draga ályktanir.
    • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi með stílbrigðum og málsniði sem við á, s.s. við gerð skýrslna, útdrátta, heimildaritgerða og kynninga.
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um fræðileg efni á ensku og tjá sig af öryggi um margvísleg málefni sem tengjast tilteknum fræðasviðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um fræðileg málefni.
    • nýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt.
    • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu og/eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.
    • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð.
    • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin.
    • geta lýst skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á tilteknu sviði og nýtt faglegan orðaforða á lipran og skýran máta í ritun og tali.
    • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim venjum sem gilda um heimildavinnu.