Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425735162.22

    Framhald
    SPÆN1FR05
    31
    spænska
    Framhald
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Megináherslan er á ritunar- og samtalsæfingar úr efni áfangans, lestrarþjálfun, aukinn orðaforða og málfræðikunnáttu. Nemendur þjálfast í að segja frá í nútíð, núliðinni tíð, þátíð og nálægri framtíð, læra að tjá sig um daglegar venjur, nám og vinnu og læra að eiga samskipti í verslunum og á veitingastöðum. Áfram er unnið með efni sem veitir innsýn í menningu og siði spænskumælandi landa
    SPÆN1GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • grunnatriðum málkerfisins
    • útbreiðslu spænskunnar ásamt ólíkum venjum og menningu spænskumælandi landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja einföldum fyrirmælum á spænsku í kennslustundum
    • lesa einfalda texta af ýmsum toga og vinna úr þeim á mismunandi hátt
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og hefur áhuga á og geta beitt kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • skrifa einfalda texta í takt við viðfangsefni áfangans, svo sem mannlýsingar og einfaldar frásagnir
    • beita helstu reglum um málnotkun á sem réttastan hátt í ræðu og riti
    • beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn
    • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina fremur einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • eiga einföld samskipti á spænsku við ákveðnar aðstæður
    • segja frá sjálfum sér og öðrum og geta lýst venjum og daglegum atöfnum í ræðu og riti á einfaldan hátt ...sem er metið með
    • vinna úr einföldum textum af ýmsum toga á mismunandi hátt eftir efni og eðli textans og tilganginum með lestrinum