Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425737937.55

    Félagsleg málvísindi
    ÍSLE3FÉ05
    56
    íslenska
    Félagsleg málvísindi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er tungumálið skoðað frá ýmsum hliðum. Fjallað er um muninn á tjáningu manna og dýra og á málnotkun fullorðinna og barna. Þá er einnig fjallað um máltöka barna og skoðuð mismunandi málnotkun hópa t.a.m. milli stétta og eftir búsetu fólks. Nemendur kynnast táknmáli og það er borið saman við talmál. Í áfanganum er einnig skoðað hvaða áhrif skaddaðar málstöðvar í heilanum hafa á málfærni fólks, t.d. vegna heilablæðingar. Nemendur læra jafnframt undirstöðuatriði í hljóðritun.
    ÍSLE3SN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fræðilegum hugtökum sem tengjast efni áfangans.
    • ýmsu er varðar mismunandi máltöku fólks.
    • talmeinum vegna skaddaðrar heilastarfsemi.
    • grunnatriðum í hljóðfræði.
    • hljóðritun einfaldra orða og setninga.
    • helstu framburðarmállýskum á Íslandi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér fræðileg hugtök í umfjöllun um tungumál.
    • átta sig á mismunandi málsniði og tali mismunandi hópa.
    • vinna á fræðilegan hátt úr gögnum sem tengjast efni áfangans.
    • greina myndunarhátt og stað málhljóða.
    • greina og þekkja mismunandi framburðarmállýskur.
    • hljóðrita eftir eigin framburði og annarra.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman mál mismunandi hópa.
    • skoða félagslegar hliðar málsins eftir ýmsum leiðum.
    • lesa úr hljóðritunartáknum og hljóðrita texta.
    • fjalla um mismunandi framburð og málvenjur fólks.
    • nota fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis.