Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425815990.52

    Hreyfimynda-og myndbandatökur
    STMG1HM05
    1
    stuttmyndagerð
    Hreyfimynda-og myndbandatökur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum læra nemendur helstu aðferðir við framleiðslu tví- og þrívíðra hreyfimynda og myndbanda. Nemendur kynnast fjölbreyttum vinnsluaðferðum við framleiðslu og kynningu verkefna s.s. upptökum, klippingu, myndvinnslu og notkun fjölbreyttra forrita. Nemendur vinna verkefni þar sem lögð er mikil áhersla á góða samvinnu og/eða hópvinnu og einnig einstaklingsvinnu. Skoðuð eru verk fagmanna og listamanna sem vinna myndbönd og hreyfimyndir með þeim aðferðum sem kenndar eru í áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig tví- og þrívíðar hreyfimyndir og myndbönd eru unnin.
    • því hvernig vinna má með fjölbreyttum aðferðum í klippiforriti, myndvinnsluforriti og forriti til hreyfimyndagerðar.
    • því hvernig vinna má fjölbreyttar upptökur með upptökuvél.
    • vinnu fagfólks við gerð hreyfimynda og myndbanda.
    • hinum ýmsu menntastofnunum á sviði kvikmyndagerðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til hreyfimyndir og myndbönd.
    • nota klippiforrit og skal geta nýtt sér þau í áframhaldandi námi.
    • taka þátt í skipulagðri hópvinnu þar sem nemendur skipta með sér verkum við gerð myndbanda og hreyfimynda.
    • ræða opinskátt um þær hugmyndir sem hann túlkar í myndböndum sínum.
    • taka þátt í uppbyggilegum umræðum um hugmyndir samnemenda.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til myndbönd sem eru áhugaverð og persónuleg.
    • fjalla um hugmyndalegan og verklegan bakgrunn verka sinna.
    • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra.