Í áfanganum er kennd uppeldisfræði og lögð áhersla á barna- og unglingamenningu. Fræðigreinin er kynnt, farið er í rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Megin áhersla er lögð á það hvernig umhverfið mótar börn og ungmenni en einnig á hina ýmsu félagsmótunaraðila bæði formlega og óformlega. Hugað er sérstaklega að örum breytingum í heimi fjölmiðla, einkum nýmiðlum ýmiss konar sem vega þungt í barna- og unglingamenningu.
FÉLV1IF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu fræðigreinarinnar, meginhugtökum hennar og því hvar áherslur liggja í nútímanum.
mikilvægi uppeldis fyrir einstaklinga og samfélag.
mikilvægi skipulagðrar verkefnavinnu í einstaklings- og hópvinnu.
heimildaöflun, úrvinnslu þeirra og mikilvægi þess að flytja niðurstöður á fjölbreyttan hátt.