Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425817940.04

  Undistöðuþættir gagnasafnsfræða
  TÖLV2UG05
  5
  tölvur
  Undistöðuþættir gagnasafnsfræða
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið í undirstöðuþætti gagnasafnsfræða, s.s. skipulag og vensl gagnasafna og fyrirspurnarmál. Helstu þættir við greiningu og hönnun gagnasafna eru skoðaðir. Nemendur hanna eigið gagnasafn með venslalíkönum og setja það upp og beita fyrirspurnarmáli á það. Fyrirspurnarmálið SQL er kynnt.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðuatriðum gagnasafnsfræða.
  • skipulagi og venslum í töflugagnagrunnum.
  • SQL fyrirspurnarmálinu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja og hanna einfalda töflugagnagrunna.
  • setja upp og útfæra einfalda töflugagnagrunna.
  • gera venslarit og töflulýsingar fyrir einfalda gagnagrunna.
  • búa til fyrirspurnir í gagnagrunnum.
  • skrifa einfaldar SQL skipanir.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina, hanna, og útfæra einfaldan gagnagrunn út frá almennri textalýsingu á gögnum sem geyma á í grunninum.