Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425818329.73

    Forritun 2
    TÖLV3FO05
    5
    tölvur
    Forritun 2
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru kennd grunn- og undirstöðuatriði forritunar. Áhersla er lögð á föll, fylki og textabreytur og niðurbrot forrita í smærri einingar.
    TÖLV2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forritum sem nota föll, þar með talið void-föllum, föllum með tölulegum skilagildum, föllum með rökgildum sem skilagildum, föllum án færibreytna, eða með einni eða mörgum færibreytum.
    • forritum sem nota og vinna með textabreytur.
    • forritum sem skilgreina og nota einvíð fylki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til forrit sem nota einföld föll.
    • búa til forrit sem vinna með textabreytur.
    • vinna með tagbreytingu talna í texta og öfugt.
    • skrifa forrit sem nota einvíð fylki.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til forrit með nokkuð flókninni lausnaraðferð.
    • brjóta forrit niður í smærri einingar til að auðvelda yfirsýn, endurnýtingu og viðhald.