Í áfanganum er lögð áhersla á kraft- og liðleikaþjálfun nemenda í formi leikja og hópíþrótta. Einnig verður farið yfir íþróttameiðsl og helstu ástæður þeirra. Farið verður yfir mikilvæga þætti þjálfunar sem koma að styrk og fá nemendur að kynnast æfingum sem byggja upp stoðkerfi líkamans, þeim kynnt rétt líkamsbeiting og fjölbreytni þeirra æfinga sem í boði eru. Nemendur fá einnig að kynnast liðleikaþjálfun og mikilvægi hennar í heildarmyndinni.
HEIL1GH01
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stoðkerfi líkamans
færni í kraft- og liðleikaþjálfun
hvernig hægt er að vinna með ofangreinda þætti í leik
færni til þess að stunda líkamsrækt með eigin líkamsþyngd og með lóð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa í heilbrigði og jafnvægi milli líkama og sálar
þekkja velferð og mikilvægi samspils hreyfingar og daglegs lífs
eiga góð samskipti við samherja, mótherja og umhverfi
tileinka sér sköpun og sjálfbærni í hreyfingu og heilsulæsi
tileinka sér jafnrétti í leik og starfi
þekkja lýðræði og efli þátttöku sína innan hóps í leik og starfi
þekkja mannréttindi og temja sér sjálfbærni innan heilsueflandi verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hreyfa sig og hafa gagn og gaman af
vinna í hóp og sjálfstætt
nota eigin líkamsþyngd ásamt lóðum til kraft- og liðleikaþjálfunar