Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta upphitun, leiki og svo almenna líkamsrækt. Nemendur fá að kynnast ólíkum æfingum sem byggja á uppbyggingu þols- , liðleika- og styrkjar. Einnig er lögð áhersla á heilsuvernd og fá nemendur að kynnast aðferðum sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl.
HEIL1KL01
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
færni í samskiptum í leik og starfi
sjálfstæðum vinnubrögðum í líkamsrækt
mikilvægi allra þátta þjálfunar s.s upphitun, þjálfun og teygjum
heilbrigðum lífsstíl
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa í heilbrigði og jafnvægi milli líkama og sálar
þekkja velferð og mikilvægi samspils hreyfingar og daglegs lífs
eiga góð samskipti milli samherja, mótherja og umhverfis
tileinka sér sköpun og sjálfbærni í hreyfingu og heilsulæsi
tileinka sér Jafnrétti í leik og starfi
þekkja lýðræði og efli þátttöku sína innan hóps í leik og starfi
þekkja mannréttindi og temja sér sjálfbærni innan heilsueflandi verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: