Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425895253.19

    Líkindareikningur og tölfræði
    STÆR2TL05
    59
    stærðfræði
    líkindareikningur, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginviðfangsefnin eru líkindareikningur, helstu líkindadreifingar og útreikningar tengdir þeim, fylgnihugtakið, grunnatriði úrtaksfræði, megin-markgildissetning tölfræðinnar og tilgátuprófanir. Ennfremur framsetning gagna með forritum eins GeoGebra og töflureikni.
    STÆR1UT03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • talningarfræði
    • grundvallaratriðum líkindafræði
    • lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði
    • helstu líkindadreifingum líkt og tvíliðadreifingu og normaldreifingu
    • fylgnihugtakinu
    • öryggismörkum líkinda og tilgátuprófun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita talningarfræði og ýmsum grunnreglum í líkindafræði til þess að reikna heildarlíkindi fyrir samrýmanlega og ósamrýmanlega atburði, háða og óháða atburði, skilyrt líkindi
    • lýsa tölfræði svo sem að lýsa miðsækni tölulegra gagnasafna og dreifingu þeirra
    • beita grunnatriðum ályktunartölfræði svo sem að reikna öryggismörk líkinda og marktækni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta,
    • vinna til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    Nokkrar formlegar kannanir á önn eru grunnur að símati. Lokapróf.