Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425898272.85

    Frá Íslendingasögum til rómantíkur
    ÍSLE3ÍR05
    61
    íslenska
    miðaldabókmenntir, rómantík og ritun, Íslendingasaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er unnið með vítt tímabil í íslenskri bókmenntasögu. Ein Íslendingasaga er lesin ásamt því að nemendur kynnast helstu straumum og stefnum frá lærdómsöld til rómantíkur.
    ÍSLE2GE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmennta að fornu og nýju
    • helstu bókmenntahugtökum tímabilsins
    • orðaforða, stíl og hugmyndafræði Íslendingasagnanna
    • sögulegu yfirliti og þróun íslenskra bókmennta
    • sjálfstæðum vinnubrögðum og úrvinnslu heimilda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita bókmenntahugtökum
    • lesa texta frá ýmsum tímabilum
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan texta á vönduðu máli með fjölbreyttum orðaforða
    • beita innsæi og ímyndunarafli í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera gagnrýninn í hugsun og hafa lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi
    • þroska bókmenntasmekk sinn og lesa sér til ánægju
    • átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og túlka dýpri merkingu texta
    • skilja menningu ólíkra tíma
    • rökræða bókmenntaverk, t.d. siðferðileg álitamál
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun.