Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425903883.75

    Vísindaleg vinnubrögð
    VÍSV2VV03
    1
    Vísindaleg vinnubrögð
    Vísindaleg vinnubrögð fyrir náttúruvísinda- og félagsvísindabraut.
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Áfanginn er sameiginlegur inngangsáfangi að vísindalegum vinnubrögðum fyrir nemendur á náttúruvísinda- og félagsvísindabraut. Í áfanganum kynnast nemendur rannsóknarferlinu frá hugmyndavinnu til birtingar á niðurstöðum. Í áfanganum verður fjallað um aðferðafræði vísinda, megindlegar og eigindlegar aðferðir og grunnhugtök vísindalegra vinnubragða: Tilraun/könnun, breyta, tilgáta, kenning og lögmál. Nemendur eru þjálfaðir í meðferð á tölulegum gögnum og heimildum og að vinna með mismunandi mælieiningar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum aðferðum við heimildaleit, bæði á bókasafni og í rafrænum gagnagrunnum
    • heiðvirðri heimildanotkun
    • mismunandi tegundum heimilda, t.d. muninum á frumheimildum og eftirheimildum
    • helstu rannsóknaraðferðum í náttúruvísindum, félagsvísindum og hugvísindum
    • muninum á megindlegum og eigindlegum aðferðum í rannsóknum
    • grunnhugtökum vísindalegra vinnubragða
    • SI – einingakerfinu og markverðum tölustöfum við mælingar og úrvinnslu gagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita fræðilegra upplýsinga á viðeigandi hátt, og nota til þess bæði bókakost skólans og rafræna gagnagrunna
    • meta gæði heimilda og valið viðeigandi heimildir
    • nota heimildir á heiðvirðan hátt og geta þeirra eftir viðurkenndum kerfum
    • setja fram tilgátur og velja aðferðir sem henta til að prófa þær
    • safna gögnum í rannsókn, vinna úr þeim, og kynna niðurstöður rannsóknar fyrir samnemendum
    • nota SI – einingakerfið og réttan fjölda markverðra tölustafa við mælingar og úrvinnslu gagna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum og rökstyðja þær út frá mæligögnum og öðrum heimildum
    • kynna sér rannsóknir sem aðrir hafa gert og nýta þær í eigin rannsóknarvinnu
    • birta og kynna niðurstöður eigin rannsókna á fjölbreyttan hátt