Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425905410.02

    Vefsmíði
    VEFH1GR05
    1
    Vefhönnun
    Grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Lýsing Kennd eru grunnatriði í vefhönnun og myndvinnslu fyrir vef. Nemendur læra að hanna og skipuleggja vefi með tilliti til efnisinnihalds, notagildis, læsileika og útlits. Lögð er áhersla á að nemendur skilji og geti ritað HTML kóða, geti stjórnað útliti með CSS stílsniðssíðum og sett vefi upp á vefþjón. Nemendur læra einnig að setja upp vef í gagnagrunnstengdu vefumsjónarkerfi. Áhersla er á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægi ábyrgrar framsetningar á efni sem birt er á opinberum vettvangi, þekki til höfundaréttarlaga og siðfræði netsins.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og ritun HTML og CSS kóða.
    • notkun stílsniðs við útlitsstýringu vefja.
    • upplausn ljósmynda fyrir vef.
    • hvernig vefur er uppfærður á vefþjón.
    • uppbyggingu og möguleikum vefumsjónarkerfa.
    • hvernig hægt er að breyta útliti og bæta við eiginleikum í vefumsjónarkerfum.
    • höfundarréttarlögum og siðfræði netsins.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hanna og skipuleggja einfaldar vefsíður m.t.t. efnisinnihalds, notagildis, einfaldleika í notkun og útlits.
    • rita HTML og CSS kóða.
    • setja upp og uppfæra vefi á vefþjóni.
    • taka ljósmyndir.
    • birtu- og stærðarstilla ljósmyndir.
    • vista ljósmyndir fyrir vef.
    • setja upp vefmiðil með vefumsjónarkerfi og setja inn eigið efni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla efnis úr nærumhverfinu. Námsmat: verkefni.
    • hanna, skipuleggja og rita vefsíður þar sem útliti er stjórnað af stílsniðsíðum. Námsmat: leiðsagnarmat, frammistöðumat og próf.
    • uppfæra vefi á vefjón. Námsmat: frammistöðumat og próf.
    • vinna með ljósmyndir og vista rétt fyrir vef. Námsmat: frammistöðumat og próf.
    • setja upp vefmiðil með vefumsjónarkerfi, gera einfaldar útlitsbreytingar og sett inn eigið efni. Námsmat: leiðsagnarmat og frammistöðumat.
    • fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt. Námsmat: frammistöðumat og sjálfsmat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.