Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum stafrænnar ljósmyndunar til persónulegrar sköpunar og upplýsingaöflunnar. Áhersla er lögð á meðvitund nemenda um inntak og uppbyggingu einstakra mynda og í samhengi myndraða. Tveir þættir vega þyngst í vinnunni: Annars vegar grunnþættir stafrænnar ljósmyndunar, myndataka og eftirvinnsla og hins vegar ferlið sköpun, túlkun og tjáning þar sem nemendur vinna að eigin verkefnum undir leiðsögn kennara. Nemendur læra að stilla myndavélar rétt miðað við aðstæður. Jafnframt um samspilið á milli ljósops, hraða og ISO og hvernig þeir geta stjórnað fókusdýpt mynda. Í eftirvinnslu er áherslan á lita- og birtustillingar, stærð mynda, mismunandi gerð myndaskráa og að ganga frá ljósmyndum til birtingar fyrir prent og skjá.